Næstu 1-2 vikurnar mun standa yfir viðhaldsvinna á brúnni yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði (vegnúmer 1). Á meðan vinnan stendur yfir verður brúin að mestu lokuð en opnað verður fyrir umferð á fyrirfram ákveðnum tímum, fjórum sinnum á dag.
Unnið verður alla virka daga frá klukkan 8:00 á morgnana til klukkan 19:00 á kvöldin. Opið verður fyrir umferð yfir brúna á eftirfarandi tímum dags:
- 09:45 – 10:15
- 12:00 – 13:00
- 14:45 – 15:15
- 16:45 – 17:15
Opið á nóttunni og um helgar
Brúin verður einnig opin fyrir umferð um helgar og á virkum dögum frá kl. 19:00 að kvöldi til 08:00 að morgni næsta dags.
Nánari upplýsingar
- Lokanir ættu ekki að hafa mikil áhrif á neyðarflutninga þar sem unnt verður að opna fyrir umferð um brúna með skömmu fyrirvara ef aðstæður krefjast.
- Upplýsingaskilti með leiðbeiningum og merkingum verða sett upp við brúna.
- Vegagerðin hvetur vegfarendur til að sýna þolinmæði, fylgja merkingum og virða fyrirmæli á svæðinu
- Nánar á www.vegagerdin.is