mobile navigation trigger mobile search trigger
10.06.2024

Á fætur í Fjarðabyggð

Laugardagur 22. júní
Kl. 10:00

Göngu- og bátsferð á Barðsneshorn

Mæting við Safnahúsið (rautt hús) í miðbæ Neskaupstaðar, þaðan flytur bátur fólk að Barðsnesi.

Gengið frá Barðsnesbænum og út með Rauðubjörgum og yfir á Mónes. Steingervinga í fjörunni leitað. Gengið út á Barðsneshorn og þaðan inn á Barðsnes. U.þ.b. 15 km. Leiðsögumaður Sævar Guðjónsson, s. 698 6980.

Á fætur í Fjarðabyggð

Gengið frá Barðsnesbænum og út í Mónesskarð. Þaðan að Rauðubjörgum og inn að Barðsnesi aftur. Rólegheita ganga. Fararstjóri Sigurborg Hákonardóttir, s. 893 1583.

Gengið frá Barðsnesi upp í Síðuskarð og þaðan á fjallið Sandfell. Ef tími er til verður gengið út Brúnina út að Skollaskarði. Glæsilegt útsýni er á þessari leið. Fararstjóri Kristinn Þorsteinsson, s. 864 7694.

Báturinn tekin til baka um kl. 18:00.

Verð kr. 7.000 / 3.000 kr. fyrir 16 ára og yngri (bátsferð innifalin í verðinu og verða börn að vera í fylgd með fullorðnum).

Nauðsynlegt er að skrá sig í þessa ferðir hjá Sævari Guðjónssyni, s. 698 6980 eða mjoeyri@mjoeyri.is, fyrir kl. 12.00 föstudaginn 21. júní.

Kl. 21:00

Kvöldvaka í Randulffs-sjóhúsi Eskifirði

Lifandi tónlist.
Frítt inn í boði Egersund Ísland.

Sunnudagur 23. júní

Kl. 10:00

Gönguferð um Afréttina milli Dalatanga og Skálanesbjargs

Mæting við vitann á Dalatanga.
Gengið frá Dalatanga og um Afréttina að Skálanesbjarginu. Fossar við Tröllanes, Jötnar og fl. skoðað á leiðinni. Ægifagurt landslag og útsýni. Þokulúðurinn í vitanum þeyttur. Fararstjóri Marsibil Erlendsdóttir, s. 848 5857
Verð kr. 3.000 -

Kl. 16:00

Söguganga um þorpið í Mjóafirði.

Mæting við Sólbrekku í Brekkuþorpi þar sem ferðin endar.
Fararstjóri Sigfús Vilhjálmsson á Brekku og verður Stefán Vilhjálmsson einnig með í ferðinni.
Verð kr. 1.000 -

Kl. 18:00                                                                                                                             

Kvöldvaka í eða við Sólbrekku í Mjóafirði.
Lifandi tónlist, sögur og veitingar í boði Landsbankans.

Mánudagur 24. júní

Kl. 10:00

Goðaborg 1132 m (eitt af fjöllunum fimm í gönguvikunni)

Mæting við vatnsveituhúsið á Tandrastöðum í Fannardal.

Gengið upp með Tandrastaðará upp í Gæsadal og þaðan á tindinn. Glæsilegt útsýni yfir Mjóafjörð og Fannardal.
Fararstjóri Kristinn Þorsteinsson, s. 864 7694.
Verð kr. 3.000 -

Kl. 18:00

Fjölskylduganga í Teignum í Fannardal (göngugarpaferð)

Mæting um 1 km inn af Fannardals afleggjaranum.

Gengið upp veginn og minjar og fl. skoðað. Sögur sagðar.

Fararstjóri Þórður Júlíusson, s. 891 8036.

Verð kr. 1.000 - 

Kl. 20:00

Kvöldvaka í Teignum í Fannardal.  

Lifandi tónlist og veitingar, á vegum ferðafélags Fjarðamanna, kvöldvakan er í boði Síldarvinnslunnar.

Þriðjudagur 25. júní

Kl. 10:00

Hólmatindur 985 m (eitt af fjöllunum fimm í gönguvikunni).

Mæting á bílastæðinu við eyðibýlið Sómastaði.

Gengið frá Sómastöðum yfir Grjótá og upp með henni upp í Grjótárdal, þaðan sem gengið er á tindinn. Frábært útsýni yfir Eskifjörð og Reyðarfjörð.

Fararstjóri Kristinn Þorsteinsson, s. 864 7694.

Verð kr. 3.000 -

Kl. 17:30

Fjölskylduganga frá eyðibýlinu Hólmum og út í Leiðarhöfða (göngugarpaferð)

Mæting við gamla kirkjugarðinn á Hólmum sem er utan við álver Alcoa.                          

Gengið út með sjónum að Biskupsbás og um Leiðarhöfðavík þaðan sem gengið er á höfðann.

Fararstjóri Elías Jónsson (Elli á Hólmum), s. 844 8570.

Verð kr. 1.000 -

Kl. 20:00

Tónleikar með Mugison í Menningarmiðstöð Austurlands á Eskifirði.

Tónleikarnir eru hluti af tónleika maraþoni Mugisons sem ætlar að spila í 100 kirkjum í 100 póstnúmerum á innan við ári.

Miðaverð 4.500 kr í forsölu á tix.is eða 5.500 kr við hurð.

Miðvikudagur 26. júní

Kl. 10:00

Dýjatindur í Breiðdal 834 m (eitt af fjöllunum fimm í gönguvikunni)  

Mæting utan við Gljúfraborg innan við þéttbýlið á Breiðdalsvík.

Gengið upp Innri Fanndal og upp á Axlarfjall og þaðan svo út á tindinn.

Frábært útsýni yfir Breiðdal og Stöðvarfjörð.

Fararstjóri Kristinn Þorsteinsson, s. 864 7694.

Verð kr. 3.000 -

Kl. 18:00

Fjölskylduganga í landi Bæjarstaða og Landa milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar (göngugarpaferð)

Mæting við bílastæðið við Söxu.

Saxa skoðuð og gengið með fjörunni að vitanum á Landatanga og þaðan til baka.

Fararstjóri Solveig Friðriksdóttir, s. 865 8184.

Verð kr. 1.000 -

Kl. 20:00

Kvöldvaka í Steinasafni Petru á Stöðvarfirði.

Lifandi tónlist og veitingar, í boði Steinasafns Petru og Launafls.

Fimmtudagur 27. júní

Kl. 10:00

Bunga milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar 805 m (eitt af fjöllunum fimm í gönguvikunni)

Mæting við bæinn Berunes í sunnanverðum Reyðarfirði.

Gengið frá bænum upp Breiðdal og sveigt upp að Miðdegisskarði og þaðan út á tindinn.

Litið við á Berutindi í leiðinni. Frábært útsýni yfir Reyðarfjörð.

Fararstjóri Kristinn Þorsteinsson, s. 864 7694.

Verð kr. 3.000 -

Kl. 18:00

Fjölskylduganga út brúnirnar fyrir utan Kolfreyjustað við norðanverðan Fáskrúðsfjörð (göngugarpaferð)

Mæting við Leiti utan við Kolfreyjustað.                                                                                 

Gengið út brúnirnar og bergangar og fl. skoðað. Þægileg leið og flott útsýni yfir eyjar og sker.

Fararstjóri Eyþór Friðbergsson, s. 865 2327.

Verð kr. 1.000 -

Kl. 20:00

Kvöldvaka í Pálshúsi við Kolfreyjustað

Lifandi tónlist og veitingar.

Kvöldvakan er í umsjá Gönguklúbbs Suðurfjarða og í boði Loðnuvinnslunnar.

Föstudagur 28. júní

Kl. 10:00

Svartafjall 1021 m (eitt af fjöllunum fimm í gönguvikunni)

Mæting á gamla veginum yfir Oddsskarð, Eskifjarðar megin.

Gengið merktu gönguleiðina á tindinn. Frábært útsýni yfir Norðfjörð og Reyðarfjörð.

Hátíðleg stund í lokin, þar sem verið er að klára fjöllin fimm í gönguvikunni.

Fararstjóri Kristinn Þorsteinsson, s. 864 7694.

Verð kr. 3.000 -

Kl. 14:00

Fjölskyldu fjallganga á Sellátratind (göngugarpaferð)

Mæting við skíðaskálann í Oddsskarði.

Gengið frá skíðaskálanum og upp Sellátradal og þaðan út á tindinn.

Þetta er jafnframt síðasta gangan í göngugarpaleik gönguvikunnar.

Fararstjóri Sædís Eva Birgisdóttir, s. 846 1783.

Verð kr. 1.000 -

Kl. 20:00
Sjóræningjakvöldvaka á Mjóeyri við Eskifjörð

Lifandi tónlist, veitingar, varðeldur, fjársjóðsleit og fleira skemmtilegt fyrir krakka á öllum aldri.
Sjóræningjakvöldvakan er í boði Kaldvík laxeldi.

Laugardagur 29. júní

Kl. 10:00

Víkurheiði- Hellisfjörður- Vöðlavík. U.þ.b 15 km  

Mæting á Mjóeyri við Eskifjörð kl 9:30 þar sem sameinast er í bíla.

Gengið frá Víkurheiði norður að Náttmálahnjúk þaðan sem er ægifagurt útsýni. Þaðan svo um Karlstaðarsveif og Jónsskarð til Hellisfjarðar. Síðan farið um Kvígindisdal, Vindhálsöxl og niður Dysjardal að Karlsstöðum í Vöðlavík þar sem bílar sækja göngugarpa.

Léttar veitingar að Karlstöðum, skála Ferðafélags fjarðamanna í Vöðlavík í lok ferðar.

Leiðsögumaður Sævar Guðjónsson, s. 698 6980.

Verð kr. 5.000 -

Kl. 13:00
Fjölskylduganga upp með Karlsstaðará í Vöðlavík og niður með Kirkjubólsá

Mæting við skála Ferðafélags Fjarðamanna að Karlsstöðum í Vöðlavík (4x4)

Gengið frá skálanum og upp með ánni. Fossar og skessukatlar skoðaðir og svo gengið niður með Kirkjubólsá þar sem mögulega er hægt að fara á bakvið foss í ánni.

Léttar veitingar að Karlsstöðum, skála Ferðafélags fjarðamanna í Vöðlavík í lok ferðar í boði Ferðafélags Fjarðamanna.

Fararstjóri Kamma Dögg Gísladóttir, s. 847 1690 / Karlsstaðir, s. 641 0492

Verð kr. 1.000 -

Kl. 20:00

Lokakvöldvaka á Mjóeyri

Útisvið, lifandi tónlist, varðeldur, veitingar og veittar viðurkenningar gönguvikunnar og nátturuskólans.

Lokakvöldvakan er í boði Eskju.

Kl. 22:00 – 01:00
Sjóhúspartí á Randulffs-sjóhúsi.  

18 ára aldurstakmark.

Frítt inn í boði Randulffs-sjóhúss.

Hægt er að kaupa Gönguvikukort sem veitir aðgang af öllum viðburðum gönguvikunnar.

Kortið fæst hjá Ferðaþjónustunni Mjóeyri, á Randulffs-sjóhúsi og hjá fararstjórum göngu- og gleðivikunnar.

Kortið kostar 25.000 kr.

Hægt er að kaupa göngukort Ferðafélags Fjarðamanna og Göngufélags Suðurfjarða á eftirtöldum stöðum:

Neskaupstaður: Súnbúðin.

Eskifjörður: Randulffs-sjóhús og Ferðaþjónustan Mjóeyri.

Reyðarfjörður:Veiðiflugan.

Vöðlavík: hjá skálavörðum.

Fyrir unga göngugarpa:

Frítt er fyrir 16 ára og yngri í gönguvikuna, nema annað sé tekið fram, en skilyrði er að börn séu í fylgd með fullorðnum.

Börn 12 ára og yngri og heldriborgarar 67 ára og eldri geta hlotið nafnbótina Göngugarpur Gönguvikunnar með því að fara í allar fjölskyldugöngurnar sem eru á virku dögunum í gönguvikunni og fá viðurkenningu á lokakvöldvökunni.

Unglingar 15 ára og yngri þurfa aðeins þrjú fjöll til að hljóta nafnbótina Fjallagarpur Gönguvikunnar í fimm fjalla leiknum og fá viðurkenningu á lokakvöldvökunni. Skilyrði að vera í fylgd með fullorðnum.

Náttúrufræðinámskeið fyrir 8-10 ára á vegum Náttúrustofu Austurlands og Ferðaþjónustunnar Mjóeyri verður alla virku dagana eða 26.-30. júní  frá kl. 9:00 – 12:00. Námskeiðið fer fram á Mjóeyri og nágrenni.

Fjallagarpur gönguvikunnar:

Til þess að hljóta nafnbótina Fjallagarpur Gönguvikunnar þarf að safna stimplum hjá fararstjórum fyrir hvert gengið fjall. Fullstimpluðu skjali er afhent fararstjóra í lok síðustu göngu og er veitt viðurkenning, á lokakvöldvöku Göngu- og gleðivikunnar, fyrir afrekið.

Gönguvikufjöllin fimm eru:
Goðaborg 1132 m, Hólmatindur 985 m, Dýjatindur 834 m, Bunga 835 m og Svartafjall 1021 m.

Sundlaugar í Fjarðabyggð:

Norðfjörður: Útilaug með vatnsrennibrautum, pottum, gufubaði, líkamsræktarstöð og frábærri sólbaðsaðstöðu.  Opið virka daga frá 07:00-21:00 og um helgar frá 10:00-18:00.

Eskifjörður: Útilaug með vatnsrennibrautum, heitum pottum, gufubaði og líkamsræktarstöð.  Opið virka daga frá 07:00-21:00 og um helgar frá 10:00-18:00.

Stöðvarfjörður: Lítil útilaug með heitum potti, opin virka daga frá 13:00-19:00, og um helgar frá 13:00-17:00.

Breiðdalsvík, lítil útilaug með heitum potti, opin virka daga frá.14:00-20:00 og 13:00-17:00 um helgar

Fáskrúðsfjörður, notaleg innilaug með með heitum útipotti, opin virka daga frá 16:00-19:00, lokað um helgar.

Frekari upplýsignar um viðburðinn má finna inná Facebook síðu Á fætur í Fjarðabyggð eða skoða rafrænan bækling viðburðarins.

Frétta og viðburðayfirlit