mobile navigation trigger mobile search trigger
03.03.2015

Á jákvæðu nótunum

Á jákvæðu nótunum er áhugavert málþing sem Verkmenntaskóli Austurlands, fjölskyldusvið Fjarðabyggðar og foreldrafélög VA og Nesskóla gangast í sameiningu fyrir laugardaginn 7. mars nk. kl. 11:00 til 14:00. Málþingið fer fram í Nesskóla Neskaupstað.

Á jákvæðu nótunum er áhugavert málþing sem Verkmenntaskóli Austurlands, fjölskyldusvið Fjarðabyggðar og foreldrafélög VA og Nesskóla fyrir áhugaverðu málþingi gangast í sameiningu fyrir laugardaginn 7. mars nk. kl. 11:00 til 14:00. Málþingið fer fram í Nesskóla Neskaupstað.

Erla Björnsdóttir sálfræðingur og svefnráðgjafi fjallar um betri svefn sem grunnstoð heilsunnar. Hrönn Grímsdóttir námsráðgjafi og lýðheilsufræðingur og Margrét Perla Kolka Leifsdóttir, músíkmeðferðarfræðingur og framhaldskólakennari segja frá jákvæðri sálfræðivörn gegn streitu. Yfirskrift erindisins er "Don't worry, be happy!". Málþinginu lýkur á erindinu Ást gegn hatri. Flytjendur eru Selma Björk Hermannsdóttir og Hermann Jónsson hjá Foreldrum með markmið.

Fyrir lokaerindið verður gert hádegishlé með hollum og góðum veitingum. Einnig verða á staðnum áhugaverðir kynningarbásar m.a. VA og Nesskóla, Austurbrúar, Fjarðabyggðar, Landlæknis og Þróttar Nes. Einnig verða til sölu heilsutengdar vörur og þjónusta í Fjarðabyggð.

Húsið opnar kl. 10:30.

Fara á viðburðarsíðu málþingsins

Sjá auglýsingu málþingsins (pdf)

 

 

Frétta og viðburðayfirlit