mobile navigation trigger mobile search trigger
16.12.2020

Áframhaldandi rigning á Austurlandi

Íbúar í Fjarðabyggð hafa ekki farið varhluta af því mikla vatnsveðri sem gengið hefur yfir Austurland síðustu daga. Ekkert lát er hins vegar á ofankomunni og spáð er áframhaldandi rigningu næstu daga. Starfsmenn sveitarfélagsins hafa unnið að því að tryggja sem best að fráveitukerfin hafi undan en þetta mikla vatnsveður hefur áhrif á fráveitukerfið og eru íbúar því beðnir um að huga vel að niðurföllum í nágrenni við heimili og vinnustaði.  Að gefnu tilefni er íbúum bent á að hægt er að hafa samband í síma 470 9000 utan opnunartíma bæjarskrifstofu og fá þannig samband við bakvaktasíma þjónustumiðstöðva.

Áframhaldandi rigning á Austurlandi

Frétta og viðburðayfirlit