mobile navigation trigger mobile search trigger
28.12.2017

Ásmundur Hálfdán íþróttamaður Vals árið 2017

Glímukappinn Ásmundur Hálfdán Ásmundsson var í gær valinn íþróttamaður Vals árið 2017.

Ásmundur Hálfdán íþróttamaður Vals árið 2017
Aðalheiður Vilbergsdóttir, formaður umf. Vals og Ásmundur Hálfdán Ásmundsson

Ásmundur, sem er 23 ára gamall, hefur verið einn fremsti glímumaður landsins undanfarin ár. Hann var afar sigursæll á árinu 2017 og sigraði í öllum keppnum sem hann tók þátt í. M.a. varð Ásmundur hlutskarpastur í keppninni um Grettisbeltið í apríl og varð þar með glímukóngur Íslands annað árið í röð.

Einnig keppti Ásmundur á fjölmörgum alþjóðlegum mótum í keltneskum fangbrögðum og stóð sig ávalt mjög vel. 

Frétta og viðburðayfirlit