mobile navigation trigger mobile search trigger
06.10.2020

Átak í kynningarmálum Fjarðabyggðar

Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar þann 6. júlí var samþykkt að hefja átak við kynningu Fjarðabyggðar. Markmiðið með átakinu er að kynna Fjarðabyggð sem vænlegan búsetukost og auka meðvitund Íslendinga um Fjarðabyggð og það sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða.

Átak í kynningarmálum Fjarðabyggðar

Leitað var samstarfs við samskiptasérfræðinga hjá fyrirtækinu Skapendum til að aðstoða við verkefnið. Fyrst og fremst verður horft til þess að auka sýnileika Fjarðabyggðar á samfélagsmiðlum. Síðan í byrjun september hafa þar verið að birtast póstar sem segja frá Fjarðabyggð frá ýmsum hliðum og mun það halda áfram næsta árið.

Okkur langar til að hvetja fólk til að vera duglegt eð deila áfram áhugaverðu efni sem birtist á vefnum og facebook síðu Fjarðabyggðar og taka þannig virkan þátt í því að auka sýnileika sveitarfélagsins.

Sjónvarpsstöðin N4 var síðan á ferðinni í september og tók upp efni í þrjá þætti úr þáttaröðinni „Aftur heim“. Í þáttunum verður fjölskyldum sem ákveðið hafa að setjast að í Fjarðabyggð fylgt eftir og rætt við þær um þá ákvörðun. Hvað er það sem varð til þess að þau tóku stökkið og hvernig hefur það reynst þeim? Fyrsti þátturinn verður sýndur í kvöld kl. 20:30 og þar verður sjónum beint að fjölskyldum sem ákváðu að setjast að á Eskifirði og Reyðarfirði.

Frétta og viðburðayfirlit