mobile navigation trigger mobile search trigger
30.03.2023

Bæjarstjórn Kópavogs sendir hlýjar kveðjur til íbúa Fjarðabyggðar

Bæjarstjórn Kópavogs fundaði í gær og stóðu allir fulltrúar hennar saman að því að senda kveðju til Fjarðabyggðar.

Bókun bæjarstjórnar Kópavogs var svohljóðandi:

,,Bæjarstjórn Kópavogs sendir hlýjar kveðjur til Fjarðabyggðar í ljósi þeirra hamfara sem hafa dunið þar yfir.
Hugur okkar er hjá íbúum Fjarðabyggðar sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín og standa nú í ströngu við að takast á við afleiðingar atburðanna.“

Bæjarstjórn Kópavogs sendir hlýjar kveðjur til íbúa Fjarðabyggðar

Þess má geta að þrír fulltrúar í bæjarstjórn eiga sterk tengsl við Norðfjörð. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, oddviti Pírata er fædd og uppalin þar, Bergljót Kristinsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar á ættir að rekja hingað og Helga Jónsdóttir, oddviti Vina Kópavogs var bæjarstjóri í Fjarðabyggð á árunum 2006-2010.

Frétta og viðburðayfirlit