mobile navigation trigger mobile search trigger
26.11.2021

Bætt eftirlit með óstöðugum jarðvegi ofan Eskifjarðar

Verkfræðistofan Vista hefur í samvinnu við Veðurstofu Íslands sett upp tvo Shape Acceleration Array mæla fyrir ofan Eskifjörð. Mælunum var komið fyrir í borholum í hlíðinni rétt fyrir ofan bæinn.  Veðurstofan Íslands hefur þannig aukið til muna eftirlit með óstöðugum jarðvegi ofan við Eskifjörð og aukið þannig öryggi íbúa en mælarnir eru viðbót við mæla sem fyrir eru. Vista þakkar fyrir góða aðstoða frá íbúum á Eskifirði sem voru Vista innan handar með uppsetninguna.

Bætt eftirlit með óstöðugum jarðvegi ofan Eskifjarðar

Samskonar tegund af mælum voru settir upp fyrir ofan Seyðisfjörð og er fyrirhugað að fjölga þeim mælum á næstunni.  Helstu kostir Shape Array eru að mælarnir geta mælt dýpt og stefnu hreyfinga í jarðvegi í rauntíma auk þess sem mælingar eru virkar án GPS sambands.

Veður- og skýjafar hefur ekki áhrif á mælingar líkt og er í tilfelli gervitunglamælinga (inSAR).

Frétta og viðburðayfirlit