mobile navigation trigger mobile search trigger
09.04.2015

Bannað að vera fáviti

Heimildarmyndin Bannað að vera fáviti verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar Shorts&Docs sem hefst í Bíó Paradís í kvöld. Myndin rekur sögu Eistnaflugs í Neskaupstað og vísar titillinn í einkunnarorð tónlistarhátíðarinnar.

Bannað að vera fáviti

Kvikmyndahátíðin Shorts&Docs hefst í Bíó Paradís í kvöld með sýningu á nýrri íslenskri heimildarmynd um tónlistarhátíðina Eistnaflug. Myndin ber titilinn Bannað að vera fáviti, og vísar í mottó Stefáns Magnússonar, skipuleggjanda hátíðarinnar, sem hefur ávallt brýnt góða hegðun fyrir gestum hennar.

Þessi áhersla á prúðmennsku hefur skilað sér, enda fer það orð af Eistnaflugi, að vera sú hátíð sem fer hvað best fram hér á landi.

Heimildarmyndin rekur sögu tónlistarhátíðarinnar Eistnaflugs og skoðar samband íbúa Neskaupstaðar og hátíðarinnar. Hún var tekin upp á fimm dögum í júlí 2014 á meðan hátíðinni stóð, er hún hélt upp á sitt tíunda afmæli og er rætt við hljómsveitir, gesti hátíðarinnar, skipuleggjendur og bæjarbúa.

Leikstjóri er Hallur Örn Árnason og er Bannað að vera fáviti jafnframt frumraun hans í gerð heimildarmyndar í fullri lengd. Framleiðandi er Siggi Jensson og meðframleiðandi Grímur Hákonarson. Myndin að mestu fjármögnuð af fyrirtækjum í Fjarðabyggð. Efni myndarinnarverður gefið út sem fjögurra diska DVD safn.

Kynning myndarinnar í dagskrá Shorts&Docs:

No Idiots Allowed

Once a Year the small and remote town of Neskaupstadur is invaded by hoards of metal fans who are attending Eistnaflug, Icelands´s only heavy metal festival. Although small in scale the festival now held for the 10th time, has played host to many of the worlds biggest metal bands.

 

Dagskrá Shorts&Docs hátíðina (pdf, enska)

Shorts&Docs vefsíða

Shorts&Docs á FB

 

 

 

Frétta og viðburðayfirlit