mobile navigation trigger mobile search trigger
13.06.2024

Bókargjöf til íbúa í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins

Íslenska lýðveldið var stofnað á Þingvöllum þann 17.júní 1944 og fagnar því 80 ára afmæli á árinu. Af því tilefni gefur forsætisráðuneytið í samvinnu við Forlagið út bókina Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær, sem verður gjöf til landsmanna og dreift um allt land fyrir 17.júní.

Bókargjöf til íbúa í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins

Fjallkonan er þjóðartákn og í bókinni er kafað ofan í sögu hennar og tilurð sem þjóðartákns og ávörpin sem flutt hafa verið af íslenskri fjallkonu í formlegri hátíðardagskrá á Austurvelli allt frá árinu 1947. Ásamt þessum greinum eru í bókinni birt úrval þjóðhátíðarljóða og þýðingar á ensku og pólsku á formála forsætisráðherra og samantektum greinagerða um fjallkonuna. Þá er bókin fallega myndskreytt með teikningum og ljósmyndum.

Í samvinnu við Forlagið og sveitarfélögin er bókinni nú dreift um allt land, aðallega á bókasöfn og sundstaði, þar sem landsmenn geta nálgast bókina.

Í Fjarðabyggð má nálgast eintök bókarinnar í bókasöfnum Fjarðabyggðar á opnunartíma þeirra:

-Bókasafninu á Norðfirði

-Bókasafninu á Eskifirði

-Bókasafninu á Reyðarfirði

-Bókasafninu á Fáskrúðsfirði

-Bókasafninu á Stöðvarfirði

-Bókasafninu á Breiðdalsvík

Frétta og viðburðayfirlit