mobile navigation trigger mobile search trigger
25.11.2016

Breyting á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027

Stækkun aksturssvæðis og nýtt skotsvæði vestan Bjarga á Reyðarfirði

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti þann 17. nóvember 2016 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027. Tillagan var auglýst frá 15. júlí 2016 til 26. ágúst 2016. Athugasemdir gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulags- og byggingarfulltrúa Fjarðabyggðar.

Bæjarstjórinn í Fjarðabyggð

Frétta og viðburðayfirlit