mobile navigation trigger mobile search trigger
26.09.2018

Brúna tunnan - Vöndum til verka

Þrátt fyrir að almennt séu íbúar Fjarðabyggðar duglegir og áhugasamir að flokka er alltaf einhver skussi sem hefur alls ekki áhuga á umhverfismálum.

Eftirfarandi úrgangur fannst í endurvinnslutunnu sem kom frá Eskifirði. Þarna er frosið kjöt, ryksugupoki, glerkrukka og fl. Það gefur auga leið að ekkert að þessu er efni sem á heima í endurvinnslutunnunni. Gler getur m.a.s. verið hættulegt þegar búið er að sturta því að færibönd þar sem það er handflokkað.

Sorpmiðstöð Fjarðabyggðar í samstarfi við verktaka í sorphirðu hafa ákveðið að skilja eftir tunnur sem hugsanlega gætu mengað endurvinnsluefnið eða lífræna úrganginn.

Brúna tunnan - Vöndum til verka
Fleiri myndir:
Brúna tunnan - Vöndum til verka

Frétta og viðburðayfirlit