mobile navigation trigger mobile search trigger
02.02.2024

Byggðastofnun hefur auglýst eftir tilnefningum um handhafa Landstólpans 2024

Landstólpinn er samfélagsviðurkenning sem Byggðastofnun veitir árlega á ársfundi sínum. Um er að ræða hvatningarverðlaun til einstaklinga, fyrirtækja, hópa eða verkefna sem vakið hafa athygli á byggðamálum, styrkt samfélög í landsbyggðunum eða stuðlað að framgangi málefna landsbyggðanna, ýmist í heild eða innan tiltekins byggðarlags, s.s. innan nýsköpunar, byggðaþróunar, atvinnuþróunar, sjálfbærni eða menningar.

Tilnefningum skal skilað á netföngin: helga@byggdastofnun.is.is og/eða andri@byggdastofnun.is. Nánari upplýsingar veita Helga Harðardóttir eða Andri Þór Árnason, s. 455-5400

Frestur til að skila inn tilnefningum rennur út 1. mars.

Byggðastofnun hefur auglýst eftir tilnefningum um handhafa Landstólpans 2024

Frétta og viðburðayfirlit