mobile navigation trigger mobile search trigger
27.10.2021

Dagar myrkurs í Fjarðabyggð

Dagar myrkurs eru haldnir 27. október til 31. október á Austurlandi og það verður ýmislegt skemmtilegt gert af því tilefni hér í Fjarðabyggð. Við hvetjum fólk til að taka þátt í viðburðum og hjálpa til við að gera Daga myrkurs að hátíð sem veitir okkur gleði og ánægju. Við hvetjum alla til að taka þátt á sinn einstaka þátt en bendum einnig á eftirfarandi viðburði og hugmyndir. Endilega látið menningarfulltrúanna okkar vita ef þið hafið eitthvað á prjónunum sem hjálpa til við að koma því á framfæri.

Dagar myrkurs í Fjarðabyggð

Nú þegar er verið að vinna að ótrúlega mörgum skemmtilegum viðburðum í Fjarðabyggð og má þar nefna kvöldvöku Kór-Rey verður í Grunnskólanum á Reyðarfirði fimmtudagskvöldið 28. október, Skógræktin á Reyðarfirði býður upp á hrollvekjandi göngu á milli 18 og 20 á föstudaginn við Stríðárasafnið, Benni Hemm Hemm ásamt hjómsveit heldur tónleika í Tónlistarmiðstöðinni og frumsýnir tónlistarmyndbönd í Valhöll á föstdagskvöld, Hilidibrand býður upp á „Days of the Dead/Dagar myrkurs“ pop up matseðil út Daga myrkurs, kvikmyndin Hálfur-Álfur verður sýnd í Sköpunarmiðstöðinni á sunnudaginn og á laugardagskvöld verður haldin Halloween-dansleikur í Valhöll.

Föstudaginn 29. október er Búningadagur Austurlands í tilefni Daga myrkurs. Við hvetjum alla til þátttöku og munum að taka myndir, setjum á samfélagsmiðla og merkjum: #dagarmyrkurs

Lýsum upp skammdegið og setjum út ljósaseríur og kveikjum á kertum og hverju sem passar við Daga myrkurs. Skreytum húsin og garðana okkar með ljósum hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði, stofnanir eða fyrirtæki. Skreytum glugga sem snúa út að götum. Á Dögum myrkurs hvetjum við alla l til að velja a.m.k. einn glugga í húsinu sem er áberandi. Við getum valið að hafa gluggann rómantískan, hræðilegan, með trölla- og draugaþema, með hrekkjavökuþema, eða bara hvað sem hugurinn stendur til. Tökum myndir af gluggunum og setjum á samfélagsmiðla #dagarmyrkurs

Tökum þátt í ljósmyndasamkeppni. Hægt er að senda inn ljósmyndir á dagarmyrkurs@austurbru.is Verðlaun fyrir 1. sætið eru 50.000.- Tekið verður við myndum til og með 2. nóvember.

Nánari upplýsingar um viðburði má finna á Facebook-síðu Menningarstofu og hjá viðburðahöldurum.

Góða skemmtun!

Frétta og viðburðayfirlit