mobile navigation trigger mobile search trigger
20.09.2023

Dagskrá íþróttaviku Evrópu 23. - 30. september

Íþróttavika Evrópu 2023 er að hefjast – vertu með! Evrópubúar sameinast í vikunni undir slagorðinu #BeActive

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin dagana 23. – 30. september 2023 í yfir 30 Evrópulöndum með það að markmiði að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings


Dagskrá íþróttaviku Evrópu 23. - 30. september

Fjarðabyggð hvetur öll íþróttafélög í Fjarðabyggð, samtök og einstaklinga til að taka virkan þátt í íþróttavikunni með því að skipuleggja opnar æfingar og opin hús, viðburði eða aðrar uppákomur sem tengja má með beinum og óbeinum hætti við líkamlega og andlega hreyfingu og heilsu.

Laugardagur 23. september

Kl 10:30: Opinn spinning og stöðvartími á Fáskrúðsfirði. Tíminn er staðsettur í húsnæði sundlaugarinnar, gengið er inn að neðanverðu við Glaðheima. Tekið verður sérstaklega vel á móti nýliðum.

Kl 11:30: ZUMBA fjör í íþróttahúsinu á Reyðarfirði.

Sunnudagur 24. september

Kl 11:00: Boðið verður upp á tækjakennslu í líkamsræktinni á Reyðarfirði.

kl 13:00: Boðið verður upp á tækjakennslu í líkamsræktinni á Eskifirði

Kl 15:00: Hjólaferð fjölskyldunnar á Fáskrúðsfirði, mæting við íþróttahúsið. Hjólað í léttum torfærum sem henta allri fjölskyldunni. Hvetjum foreldra til að mæta með börnunum sínum.

Mánudagur 25 september

Kl 13:00: Opin fótboltaæfing, 6. Flokkur KK&KVK. Æfingar eru á sparkvellinum við Grunnskóla Eskifjarðar.

Kl 14:00: Opin fótboltaæfing, 7. Flokkur KK&KVK. Æfingar eru á sparkvellinum við Grunnskóla Eskifjarðar.

Kl 15:00: Opin fótboltaæfing, 5. Flokkur KK&KVK. Æfingar eru á sparkvellinum við Grunnskóla Eskifjarðar.

Kl 15:00: Krakkablak – opin æfing í Neskaupstað

Kl 16:00:  Frisbígolf æfing á Fáskrúðsfirði. Lærðu öll trixin fyrir mótið kl 18:00

Kl 18:00: Frisbígolf mót á Fáskrúðsfirði. Við hvetjum foreldra til að mæta með börnum sínum.

Kl 20:30: Opin blakæfing í Neskaupstað fyrir karla / Opin blakæfing í Neskaupstað fyrir konur. Tekið verður vel á móti nýliðu

Þriðjudagur 26. september

Kl 16:00: Opin körfuboltaæfing í Breiðdalsvík fyrir 5 – 7 ára

Kl 16:45: Opin körfuboltaæfing í Breiðdalsvík fyrir 8 – 15 ára

Kl 19:00: Opin vatnsleikfimitími í sundlauginni á Fáskrúðsfirði. Öll kyn hvött til að mæta.

Kl 19:30: Opin blakæfing í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði. Nýliðar sérstaklega velkomnir.

Miðvikudagur 27. september

Kl 13:00: Opin fótboltaæfing, 6. Flokkur KK&KVK. Æfingar eru á sparkvellinum við Grunnskóla Eskifjarðar.

Kl 14:00: Opin fótboltaæfing, 7. Flokkur KK&KVK. Æfingar eru á sparkvellinum við Grunnskóla Eskifjarðar.

Kl 15:00: Opin fótboltaæfing, 8. Flokkur KK&KVK. Æfingar eru á sparkvellinum við Grunnskóla Eskifjarðar.

Kl 16:30-17:30: Sundpartý á Fáskrúðsfirði. Tónlist og stuð í sundlauginni.

Kl 18:00: Opin körfuboltaæfing fyrir konur í íþróttahúsi Reyðarfjarðar. Tekið verður sérstaklega vel á móti nýliðum.

Fimmtudagur

Kl 12:00: Viðar Halldórsson, prófessor frá HÍ heldur fyrirlestur fyrir nemendur VA. Fyrirlesturinn fjallar um félagslega töfra og mikilvægi þeirra fyrir heilbrigði og líðan fólks, og hvernig þeim er ógnað af vaxandi tæknivæðingu hversdagslífsins.

Kl 16:30 – 17:15: Viðar Halldórsson, prófessor frá HÍ heldur fyrirlestur fyrir áhugasama. Fyrirlesturinn fjallar um félagslega töfra og mikilvægi þeirra fyrir heilbrigði og líðan fólks, og hvernig þeim er ógnað af vaxandi tæknivæðingu hversdagslífsins. Fyrirlesturinn verður haldinn í sal Grunnskóla Reyðarfjarðar.

Kl 17:30: Elísabet ætlar að bjóða áhugasömum að prufa Tabata í æfingarstöðinni Ými á Reyðarfirði.

Kl 17:30: Fjölskylduganga upp með Gilsánni á Fáskrúðsfirði.

Föstudagur 29. september

Kl 13:00: Opin fótboltaæfing, 3&4. Flokkur KK&KVK. Æfingar eru á sparkvellinum við Grunnskóla Eskifjarðar.

Kl 14:00: Opin fótboltaæfing, 7. Flokkur KK&KVK. Æfingar eru á sparkvellinum við Grunnskóla Eskifjarðar.

Kl 15:00: Opin fótboltaæfing, 5. Flokkur KK&KVK. Æfingar eru á sparkvellinum við Grunnskóla Eskifjarðar.

Kl 15:00:  Opinn badminton tími í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði. Foreldrar og börn hvött til þess að mæta saman. 

Kl 16:30: Opið hús til kl 19:00 hjæá Icelandic Combat Arts Austurlandi, húsnæði Ýmis á Reyðarfirði

Laugardagur 30. september

Kl 10:30: Opin karate æfing fyrir 8 – 15 ára í Breiðdalsvík.

Kl 11:30: Opin karate æfing fyrir 5 – 7 ára í Breiðdalsvík.

Kl 14:00: Pálmi Ragnarsson heldur fyrirlestur fyrir foreldra barna í íþróttum sem ber heitið „Fyrirmyndarforeldri í íþróttum“. Fyrirlesturinn er haldinn í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði.

Kl 15:15: Pálmi Ragnarsson heldur fyrirlestur fyrir iðkendur íþrótta sem ber heitið „Jákvæð samskipti og leiðtogar í íþróttum“. Fyrirlesturinn er haldinn í Valhöll á Eskifirði.

Vikuna 23. – 30. September verður frítt í sund og líkamsræktir Fjarðabyggðar.

Allir viðburðir íþróttavikunnar eru þátttakendum að kostnaðarlausu.

Janus heilsuefling mun taka þátt í þessu verkefni með því að bjóða upp á vinaviku hjá sér en það verður auglýst nánar á þeirra miðlum.

Frétta og viðburðayfirlit