Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Í gildi er deiliskipulag miðbæjar Reyðarfjarðar. Breyting er gerð á uppdrætti. Breytingin tekur einungis til nýrrar byggingarlóðar sem kallast í tillögu þessari Búðargata 3. Lóðin var áður bílastæði í eigu sveitarfélagsins Fjarðarbyggðar. Bílastæði fyrir Búðargötu 3 yrðu á bílastæði sveitarfélagsins við Hafnargötu 2. Markmið breytingarinnar er að styrkja miðbæinn á Reyðarfirði með því að auka og bæta þjónustu fyrir íbúa og ferðamenn með uppbyggingu mannvirkis í miðbænum.
09.01.2025
Deiliskipulag miðbæjar Reyðarfjarðar.
Tillagan er til kynningar frá og með föstudeginum 9. janúar til 9. febrúar 2025.
Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Fjarðabyggðar að Hafnargötu 2 og einnig til sýnis á heimasíðu Fjarðabyggðar, www.fjardabyggd.is sem og í skipulagsgátt undir málsnúmerinu 29/2025.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við til 9. febrúar 2025.
Skila skal athugasemdum á skrifstofu Fjarðabyggða á netfangið fjardabyggd@fjardabyggd.is eða í skipulagsgáttina.
Aron Leví Beck
Skipulags- og byggingarfulltrúi Fjarðabyggðar
Nánari upplýsingar: https://fjb.is/deiliskipulag