mobile navigation trigger mobile search trigger
14.04.2015

Eva Dögg og Sindri Freyr unnu Íslandsglímuna

Eva Dögg Jóhannsdóttir UÍA vann Freyjumenið fyrst austfirskra kvenna og Sindri Freyr Jónsson hreppti Grettisbeltið.

Eva Dögg og Sindri Freyr unnu Íslandsglímuna

Íslandsglíman fór fram fyrir fullu húsi á Reyðarfirði um helgina. Ljóst var að keppni yrði spennandi og ný nöfn yrðu skráð á Freyjumen og Grettisbelti þar sem sigurvegarar síðustu ára mættu ekki til leiks. Framganga austfirsks glímufólks var afar glæsileg og kætti áhorfendur á heimavelli.

Eva Dögg Jóhannsdóttir UÍA vann Freyjumenið fyrst austfirskra kvenna og liðsfélagar hennar Bylgja Rún Ólafsdóttir og Bryndís Steinþórsdóttir höfnuðu í öðru og þriðja sæti. Það var því glæsileg UÍA breiðfylking á verðlaunapalli. Eva Dögg vann einnig Rósina fyrir fallegustu glímurnar.

Sindri Freyr Jónsson sem alinn er upp í UÍA en skipti nýverið yfir í KR hreppti Grettisbeltið, Ásmundur Hálfdán Ásmundarson UÍA varð annar og Magnús Karl Ásmundsson sem einnig sleit barnsskónum í UÍA en hefur nýlega flutt yfir í KR varð þriðji.  Við óskum austfirsku glímufólki hjartanlega til hamingju með árangurinn.

Frétt af www.uia.is 

Frétta og viðburðayfirlit