mobile navigation trigger mobile search trigger
31.01.2024

Lokun Fáskrúðsfjarðagangna

Vegna vinnu í Fáskrúðsfjarðargöngum verða göngin lokuð aðfaranótt miðvikudagsins 31. janúar á milli kl. 21:00 til kl. 6:30. Umferð verður hleypt í gengum göngin með fylgdarakstri milli kl. 21:00 og 0:30. Fylgdarakstur fer þannig fram að bíll frá Vegagerðinni fylgir umferð frá lokunarhliðum í gegnum göngin. Umferð er óheimil nema í fylgd fyrrgreindrar bifreiðar. Ef þörf verður á að hleypa umferð í gegn utan uppgefins tíma verður það gert eftir þörfum. Vegfarendur mega samt gera ráð fyrir talsverðum biðtíma.

Frekari upplýsinga má nálgast inná heimasíðu Vegargerðarinnar

Frétta og viðburðayfirlit