mobile navigation trigger mobile search trigger
08.12.2017

Félagar í KórRey taka þátt í jólalagakeppni

Kvartet skipaður félögum í Kór Reyðarfjarðarkirkju (KórRey) syngja lag Reyðfirðingsins Jóhönnu Seljan Þóroddsdóttur í jólalagkeppni Rásar 2 í ár.

Félagar í KórRey taka þátt í jólalagakeppni

Lag Jóhönnu nefnist "Það eru að koma jól" og er flutt af fjórum félögum úr KórRey, Bergey Stefándóttur, Ölmu Sigurbjörnsdóttur, Guðmundi Frímanni Guðmundssyni og Gunnari Th. Gunnarssyni. Gillian Haworth stjórnandi KórRey útsetur lagið.

Hægt er hlusta á lagið, auk annara laga í keppninni, og taka þátt í kosningu með því að smella hér: http://www.ruv.is/frett/kosning-taktu-thatt-i-ad-velja-jolalag-rasar-2-0 

Frétta og viðburðayfirlit