mobile navigation trigger mobile search trigger
10.08.2022

Fjarðabyggð með lægstu gjöld vegna skóladagvistunar

Samkvæmt könnun verðlagseftirlits ASÍ býður Fjarðabyggð upp á lægstu gjöld vegna skóladagvistunar barna, í samanburði 20 fjölmennustu sveitarfélaga landsins. 

 Fjarðabyggð með lægstu gjöld vegna skóladagvistunar

Heildargjöld fyrir eitt grunnskólabarn árið 2022 (þrír tímar á dag, fimm daga vikunnar), síðdegishressing og skólamatur (áskrift) er 19.782 kr. hjá Fjarðabyggð en 45.843 kr. hjá Seltjarnarnesbæ þar sem þau eru hæst. Hjá Múlaþing er gjaldið 31.794 kr.
Ekkert gjald er tekið fyrir skólamat hjá Fjarðabyggð.
Gjöld fyrir skóladagvistun og skólamat lækka mest í Fjarðabyggð eða sem nemur 12%. Af þessum 20 sveitarfélögum hækkuð 16 þeirra gjöld sín á milli ára eða frá 2,4%-13,8%.

Nánar má lesa um könnunina á heimasíðu ASÍ

Frétta og viðburðayfirlit