mobile navigation trigger mobile search trigger
03.03.2021

Fjarðabyggð tilkynnt um breytingar á rekstri hjúkrunarheimila

Á fundi Fjarðabyggðar með heilbrigðisráðuneytinu í morgun var tilkynnt um þá ákvörðun ráðuneytisins að Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) taki við rekstri hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð frá og með 1. apríl nk.

Fjarðabyggð tilkynnt um breytingar á rekstri hjúkrunarheimila

„Seinnipartinn í gær barst okkur boð frá heilbigðisráðuneytinu um fund í dag þar sem ræða ætti stöðu hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð. Fjarðabyggð hefur, frá því að samningum um rekstur hjúkrunarheimilanna var sagt upp í september á liðnu ári, ítrekað sóst eftir fundi með heilbrigðisráðuneytinu vegna málsins. Ráðuneytið hefur hingað til vísað á Sjúkratryggingar Íslands og okkar samskipti hafa alfarið farið í gegnum stofnunina“ sagði Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri Fjarðabyggðar að loknum fundi.

„Á þessum fundi með ráðuneytinu í morgun, var okkur svo tilkynnt um þá ákvörðun ráðuneytisins að frá og með 1. apríl muni HSA taka við rekstri hjúkrunarheimilanna. Við munum í framhaldinu funda með forsvarsmönnum HSA á morgun um hvernig yfirfærslan á starfseminni fari fram. Þar munum við leggja ríka áherslu á að hún gangi vel fyrir sig með velferð íbúa heimilanna í huga og hagsmuni þess góða starfsfólks sem þar vinnur “ sagði Jón Björn að lokum.

Frétta og viðburðayfirlit