mobile navigation trigger mobile search trigger
11.03.2021

Fjarðabyggð verður barnvænt sveitarfélag

Í gær var það tilkynnt að Fjarðabyggð mun taka þátt í verkefninu Barnvæn sveitarfélög. Verkefnið Barnvæn sveitarfélög miðar að því að byggja upp breiðfylkingu sveitarfélaga á Íslandi sem láta sér mannréttindi barna varða, með Barnasáttmálann að leiðarljósi og auknu samstarfi milli ríkis og sveitarfélaga.

Fjarðabyggð verður barnvænt sveitarfélag

Árið 2019 gengu UNICEF á Íslandi og félagsmálaráðuneytið til samstarfs um framkvæmd verkefnisins undir formerkjunum Barnvænt Ísland. Markmið samstarfsins er að tryggja aðgengi allra sveitarfélaga að stuðningi við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á næstu tíu árum. Fjórðungur sveitarfélaga á Íslandi vinna nú markvisst að því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í allt sitt starf með stuðningi UNICEF á Íslandi og félagsmálaráðuneytisins.

Barnvænt sveitarfélag skuldbindur sig til þess að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og vinna markvisst eftir hugmyndafræði verkefnisins sem byggir á eftirfarandi grunnþáttum.

  • Þekkingu á réttindum barna.
  • Því sem barninu er fyrir bestu.
  • Jafnræði - að horft sé til réttinda allra barna.
  • Þátttöku barna.
  • Barnvænni nálgun.

Á meðfylgjandi mynd er Helga Elísabet Guðlaugsdóttir sem mun stýra verkefninu fyrir hönd Fjarðabyggður og með henni er Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra

Frétta og viðburðayfirlit