mobile navigation trigger mobile search trigger
06.09.2021

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir í 1. deild

Meistaraflokkurkvenna hjá Fjarðabyggð/Hetti/Leikni mun leika í 1. deild að ári. Þetta varð ljóst eftir að stelpurnar sigruðu síðari undanúrslitaleik sinn gegn Fram á laugardaginn í Fjarðabyggðarhöllinni. Við sendum leikmönnum, þjálfurum og aðstandendum F/H/L innilegar hamingjuóskir með þennan glæsilega árangur.

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir í 1. deild

Það var vel mætt og afar góð stemmning í Fjarðabyggðarhöllinni á laugardag þegar leikurinn fór fram. F/H/L hafði yfirhöndina frá upphafi, en fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós eftir 13 mínútna leik þegar að Björg Gunnlaugsdóttir kom boltanum í mark Fram. Þannig var staðan þegar gengið var til hálfleiks.

Í síðari hálfleik hélt F/H/L áfam að spila vel og skilaði það liðinu tveimur mörkum. Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði á 59. mínútú og kom F/H/L í 2-0, og það var svo undir lok leiksins sem Katrín Edda Jónsdóttir innsiglaði öruggann 3-0 sigur F/H/L og þar með sæti í næst eftstu deild að ári.

Nú er framundan úrslitaleikur um Íslandsmeistartitill 2. deildar kvenna þar sem stelpurnar mæta Fjölni. Sá leikur fer fram í vikunni en ekki liggur en fyrir hvar hann verður spilaður.

Frétta og viðburðayfirlit