mobile navigation trigger mobile search trigger
04.12.2020

Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2021 samþykkt í bæjarstjórn.

Á bæjarstjórnarfundi þann 3. desember fór fram seinni umræða um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2021, ásamt þriggja ára áætlun 2021 – 2024. Var áætlunin samþykkt með 7 atkvæðum Fjarðarlista, Framsóknarflokks og fulltrúa Miðflokksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn áætluninni.

Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2021 samþykkt í bæjarstjórn.

Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2021 ber merki þess að Covid-19 faraldurinn sem tekist hefur verið á árinu og hefur haft mikil efnahagsleg áhrif á Íslandi og í öllum heiminum.  Áætlað er að niðurstaða ársins 2020 verði sem nemur um 250 milljónum kr. lakari af reglubundnum rekstri en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir vegna þessa. 

Eins og verið hefur undanfarin ár er með fjárhagsáætluninni áfram lögð áherslu á velferð fjölskyldufólks í Fjarðabyggð.  Við gerð fjárhagsáætlunar 2021 munu flestar gjaldskrár hækka undir áætluðum verðlagsbreytingum og launahækkunum samkvæmt kjarasamningum.  Gjaldskrár leikskóla, frístundaheimila og tónlistarskóla standast vel samanburð við önnur sveitarfélög þ.m.t. systkinaafsláttur sem og afsláttarkjör milli frístundaheimila og leikskóla. Systkinaafsláttur leikskóla- og frístundagjalda ásamt tónlistarskólagjöldum er með því hagstæðasta sem gerist á landinu. Þá verður áframhald á lækkun skólamáltíða í Fjarðabyggð en máltíðin kostaði 450 kr. árið 2018 en 150 kr. í dag. En markmiðið er að þær verði gjaldfrjálsar frá haustinu 2021.  Með þessu er áfram lögð áhersla á velferð fjölskyldufólks í Fjarðabyggð. 

Heildartekjur samstæðu A og B hluta eru áætlaðar tæpir 8 milljarðar króna á árinu 2021 en heildar rekstrarkostnaður um 7,3 milljarðar króna. Þar af eru launaliðir um 4,5 milljarðar króna, annar rekstrarkostnaður um 2,2 milljarðar króna og afskriftir um 591 milljónir króna.  Heildartekjur í A-hluta eru áætlaðar tæpir 6,3 milljarðar króna en heildar rekstrarkostnaður um 6 milljarðar króna. Þar af eru launaliðir um 4 milljarðar króna, annar rekstrarkostnaður um 1,7 milljarðar króna. og afskriftir um 281 milljónir króna.

Rekstrarafgangur samstæðu A og B hluta fyrir fjármagnsliði er áætlaður 644 milljónir króna. Þar af er rekstrarafgangur A hluta 273 milljónir króna. Að teknu tilliti til fjármagnsliða verður rekstrarafgangur samstæðunnar 377 milljónir króna og rekstrarafgangur í A hluta að fjárhæð 40 milljónir króna.  Hrein fjármagnsgjöld samstæðu eru áætluðuð 268 milljónir króna og 233 milljónir króna hjá A-hluta.

Í sjóðstreymisyfirliti er handbært fé frá rekstri í samstæðu 2021 áætlað rúmur 904 milljónir króna, afborganir langtímalána eru áætlaðar 540 milljónir króna og fjárfestingar rúmlega 1,1 milljarður króna  Afborganir langtímalána eru áætlaðar 386 milljónir króna í A hluta.

Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2021, ásamt þriggja ára áætlun 2021 – 2024 má finna hér: Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2021 - 2024.

Upptöku af 302. fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar má nálgast á Youtuberás Fjarðabyggðar með því að smella hér.

Nánari upplýsingar um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar veita Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri og Snorri Styrkársson fjármálastjóri í síma 470-9000.

Frétta og viðburðayfirlit