mobile navigation trigger mobile search trigger
19.11.2021

Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar samþykkt í bæjarstjórn

Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árin 2022 – 2025 var samþykkt samhljóða við seinni umræðu í bæjarstjórn þann 18. nóvember 2021.  Fjárhagsáætlunin tók einungis einni breytingu milli umræðna. Fjárfestingar í Félagslegum íbúðum á árinu 2022 voru hækkaðar úr 30 milljónum króna í 50 milljónir króna. 

Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar samþykkt í bæjarstjórn

Heildarfjárfestingar munu því nema um 940,5 milljónum króna á árinu 2022.  Áhrifin eru þau að áætlað handbært fé mun lækka um 20 milljónir króna í árslok 2022 og er nú áætlað um 203 milljónir króna í stað 223 milljóna króna áður.   Áhrifin eru óveruleg á rekstur og einungis á reiknuðum stærðum.  Rekstrarafgangur A hluta er 113 milljónir og B hluta 590 milljónir eða samanlagt 703 milljónir.  Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2022 - 2025.

Frétta og viðburðayfirlit