mobile navigation trigger mobile search trigger
27.05.2015

Frábær liðsauki i vorhreinsun Fjarðabyggðar

Fyrstu og annars bekkingar í Grunnskóla Reyðarfjarðar tóku til hendinni í Stekkagili í gær. Vorhreinsunardagar standa nú yfir í Fjarðabyggð.

Frábær liðsauki i vorhreinsun Fjarðabyggðar

Hin árlega vorhreinsun stendur nú yfir í Fjarðabyggð. Krakkarnir í 1. og 2. bekk grunnskólans á Reyðarfirði létu sitt ekki eftir liggja og týndu upp rusl í Stekkagili.

Svæðið er vinsælt til útivistar og sýndu krakkarnir frábært fordæmi með framtakinu. Þegar upp var staðið höfðu þeir fyllt þrjá stóra poka af alls kyns rusli sem veður og vindar hafa skilið eftir sig ásamt mannfólkinu.

Vorhreisuninni lýkur 29. maí nk.

Frétta og viðburðayfirlit