mobile navigation trigger mobile search trigger
15.10.2021

Framkvæmdir við ofanflóðavarnir við Lambeyrará

Framkvæmdir við ofanflóðavarnir við Lambeyaraá á Eskifirði hafa gengið vel. Framkvæmdasvæðið meðfram Botnabraut er þröngt og hefur því óhjákvæmilega töluverð áhrif fyrir íbúa við Lambeyraránna. Farvegur Lambeyrarár er breikkaður og dýpkaður og varinn með steyptum veggjum. Þá verður Botnabrautin endurbyggð og allar lagnir endurnýjaðar í götunni.

Framkvæmdir við ofanflóðavarnir við Lambeyrará

Samþykkt var í sumar að loka fyrir umferð um Botnabraut upp að Lambeyrarbraut en ljóst var orðið  að ekki væri unnt að tryggja öryggi vegfarenda á svæðinu. Til stóð að þessi lokun stæði til 15. ágúst. Eftir því sem verkinu hefur undið fram hefur verktaki þurft  að vinna stóra verkþætti í verkinu með því að staðsetja vélar og tæki á Botnabrautinni og hefur því  ekki verið mögulegt að hleypa umferð aftur á Botnabraut með ásættanlegu öryggi vegfarenda. Það hefur því tafist að hleypa aftur umferð á Botnabrautina.

Á næstu vikum verður lagt kapp á það að klára steypuvinnu í farvegi Lambeyrarár. Búið að steypaupp veggi að langmestu leiti innan við ána og er landmótun þar einnig langt komin. Að utanverðu á eftir að steypa upp u.þ.b. 50 m af veggjum og stefnt að því að steypuvinnu þar verði lokið í nóvember.

Fyrir jól er reiknað með því að búið verði að ganga frá hellulögðum, gangbrautum við Strandgötu. Ganga frá steyptum veggjum meðfram Botnabraut upp að göngustíg að grunnskólanum og meðfram sparkvellinum við skólann. Þá verður kappkostað við að ná að malbika áleiðis upp Botnabraut frá Strandgötu og gengið frá malaryfirborði á öðrum hlutum Botnabrautar auk þess sem vegrið verður sett upp á steyptan vegg meðfram Botnabraut.

Í vetur verður unnið við grjótvarnir farvegar neðan við Strandgötu og unnið við annan frágang eins og veður og snjóalög leyfa.

Fleiri myndir:
Framkvæmdir við ofanflóðavarnir við Lambeyrará
Teikning sem sýnir framkvæmdirnar við Lambeyrará
Framkvæmdir við ofanflóðavarnir við Lambeyrará
Teikning sem sýnir framkvæmdirnar við Lambeyrará og svæðið fyrir ofan
Framkvæmdir við ofanflóðavarnir við Lambeyrará
Þversnið af svæðinu

Frétta og viðburðayfirlit