mobile navigation trigger mobile search trigger
21.10.2017

Glæsilegur sigur í Útsvari

Fjarðabyggð sigraði Kópavog 74 - 65 þega liðin mættust í fyrstu umferð Útsvars í gærkvöldi. Þetta var fyrsta viðureign Fjarðabyggðar í vetur og með sigrinum er ljóst að þær verða fleiri í vetur.

Glæsilegur sigur í Útsvari
Lið Fjarðabyggðar í Útsvari: (f.v) Birgir Jónsson, Heiða Dögg Liljudóttir og Hákon Ásgrímsson. Mynd: ruv.is

Lið Fjarðabyggðar, sem skipað er þeim Birgi Jónssyni, Hákoni Ásgrímssyni og Heiðu Dögg Liljudóttur, hafði yfirhöndina nær allan tíman í gær og sigldi að lokum heim nokkuð öruggum sigri. Með sigrinum tryggði Fjaraðbyggð sér keppnisrétt í næstu umferð keppninar.

Við óskum þeim Birgi, Heiðu Dögg og Hákoni innilega til hamingju með árangurinn.

Frétta og viðburðayfirlit