mobile navigation trigger mobile search trigger
14.01.2019

Glæsilegur sigur í Útsvari

Fjarðabyggð sigraði Reykjavík örugglega í undanúrslitum spurningaþáttarins Útsvars á RÚV á föstudagskvöld. Lokastaðan varð sú að Fjarðabyggð hlaut 93 stig en Reykjavík 50.

Glæsilegur sigur í Útsvari
Birgir Jónsson, Heiða Dögg Liljudóttir og Hákon Ásgrímsson skipa lið Fjarðabyggðar í Útsvari.

Lið Fjarðabyggðar skipa þau Birgir Jónsson, Hákon Ásgrímsson og Heiða Dögg Liljudóttir. Fjarðabyggð mun annaðhvort mæta Reykjanesbæ eða Kópavogi í úrslitaþætti Útsvars sem fram fer föstudaginn 25. janúar.

Frétta og viðburðayfirlit