mobile navigation trigger mobile search trigger
26.12.2020

Gul veðurviðvörun - Vel er fylgst með aðstæðum ofan Eskifjarðar

Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér gula viðvörun vegna veðurs sem gengur yfir Austurland í nótt og á morgun. Gert er ráð fyrir talsverðum vindi og ofankomu, sem til að byrja með verður snjókoma, en breytist svo í rigningu þegar líður á morgundaginn. Íbúum er bent á að huga vel að lausamunum og niðurföllum áður en veðrið gengur yfir.

Vegna þessarar viðvörunar vill Fjarðabyggð árétta að vel er fylgst með aðstæðum ofan Eskifjarðar,  og verður það eftirlit aukið vegna þessa veðurs. Mælingar síðustu daga benda þó til þess að á svæðinu sé allt með kyrrum kjörum. 

Gul veðurviðvörun - Vel er fylgst með aðstæðum ofan Eskifjarðar

Í tilkynningu frá Almannavörnum sem gefin var út í dag segir:

Veðurstofa Íslands hefur ásamt samstarfsaðilum sett upp vefmyndavél sem beint er að sprungum sem mynduðust í gamla Oddsskarðsveginum í síðustu viku. Auk þess eru fastpunktar mældir einu sinni á dag til þess að athuga hvort vart verði við hreyfingar í hlíðinni. Það er gert til þess að geta brugðist við ef aðstæður breytast á næstu dögum.  Síðustu mælingar benda þó til þess að allt sé með kyrrum kjörum.

Frétta og viðburðayfirlit