mobile navigation trigger mobile search trigger
16.05.2024

Handhafar Fjarðarkortsins

Gjaldfrjáls afnot af söfnum gegn framvísun Fjarðakortsins eru afnumin á árinu 2024. Þess í stað gefst þeim sem kaupir aðgang að safni  ótakmörkuð afnot af því innan ársins.

Kemur þessi breyting til af úrskurði innviðaráðuneytisins frá 27. júní 2023 þar sem ráðuneytið taldi að brotið væri á jafnræði og meðalhófi við gjaldtöku af þjónustu þar sem íbúum sveitarfélags voru veitt fríðindi umfram aðra.  Fjarðabyggð er því knúið til að fella úr gildi gjaldfrjáls afnot íbúa að minjasöfnum gegn framvísun Fjarðakortsins.

Frétta og viðburðayfirlit