mobile navigation trigger mobile search trigger

Hernámsdagurinn á Reyðarfirði

28.06.2015

Á Hernámsdeginum er landtöku breska hersins á Reyðarfirði minnst með viðeigandi hætt. Hernámsganga, setuliðsskemmtun og stríðsáratertur setja svip sinn á daginn ásamt dátum og offíserum sem sjá má spranga um bæinn.

Skemmtidagskrá Íslenska stríðsárasafnsins er ómissandi hluti af þessum einstaka hátíðisdegi. Áhersla er lögð á að laða fram sérstaka stemningu stríðsáranna og í kvikmyndasal safnsins er sýndar vinsælar kvikmyndir frá þessum eða um þennan tíma. Dagskráin verður sérlega vegleg í ár í tilefni af því að 75 ár eru liðin frá hernámi. 

Ekki missa af Hernámsdeginum. Fylgstu með og kynntu þegar dagskrána hér þegar nær dregur.

Hernámsdagurinn á Reyðarfirði

Frétta og viðburðayfirlit