mobile navigation trigger mobile search trigger
24.07.2021

Hertar sóttvarnarráðstafanir - Breytingar á þjónustu Fjarðabyggðar

Ríkisstjórnin kynnti í gær hertar sóttvarnaraðgerðir sem miða að því að stemma stigu við hraðri útbreiðslu COVID – 19 á Íslandi. Aðgerðirnar munu hafa einhver áhrif á starfsemi sveitarfélagsins og eru þær þessar helstar:

Hertar sóttvarnarráðstafanir - Breytingar á þjónustu Fjarðabyggðar

Sundlaugar og íþróttamannvirki: Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar verða áfram opnar en þeim er heimilt að taka við 75% af leyfðum hámarksfjölda skv. starfsleyfi. Gætt verður sérstaklega að þrifum og sótthreinsun sameiginlegra snertiflata, og eru notendur líkamsræktarstöðva beðnir að sótthreinsa tæki eftir notkun.

Söfn: Önnur söfn Fjarðabyggðar verða opin, og er þeim heimilt að taka við 75% af leyfðum hámarksfjölda.

Leikskólar: Starfsemi leikskóla verður með nokkuð eðlilegu sniði. Þó verður öll umferð óviðkomandi óheimil, og foreldrum ekki heimilt að koma inn á leikskólana. Tekið verður móti börnum og þeim skilað við útdyrahurð skv. nánari leiðbeiningum hvers skóla.

Tjaldsvæði: Tjaldsvæði Fjarðabyggðar verða áfram opin, en miðað er við að ekki séu fleiri en 200 á hverju svæði. Rekstaraðilar munu auka þrif á svæðunum, og eru notendur minntir á að gæta vel að eigin sóttvörnum á meðan dvöl stendur.

Verði frekari breytingar á þjónustu Fjarðabyggðar verður það tilkynnt hér á vefnum og á Facebook síðu Fjarðabyggðar.

Að lokum er minnt á að hagnýtar upplýsingar má finna á vefnum covid.is

Frétta og viðburðayfirlit