mobile navigation trigger mobile search trigger
24.03.2021

Hertar sóttvarnir – Breyting á starfsemi leikskóla

Vegna hertra sóttvarnarráðstafanna verða breytingar á starfsemi leikskóla í Fjarðabyggð.

Starfsdagur verður í leikskólunum í Neskaupstað, á Eskifirði og Reyðarfirði til 10:00 fimmtudaginn 25. mars þar sem aðlaga þarf skólastarfið að breyttum sóttvörnum.  Þess þarf ekki í Kærabæ á Fáskrúðsfirði og í leikskóladeildunum í Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla verða þeir því með óbreytta opnun.

Allir leikskólar munu eftir það verða opnir, en ljóst er að tillögurnar munu hafa áhrif á starfsemi þeirra.

Ef fólk á þess kost að hafa leikskólabörn heima til að létta undir með starfsemi leikskólanna er slíkt vel þegið.

Unnið er að útgáfu reglugerðar varðandi skólastarf eftir páska og munu tilkynningar varðandi breytingar á því verða gefnar út um leið og reglugerðin liggur fyrir.

Frétta og viðburðayfirlit