mobile navigation trigger mobile search trigger
03.03.2016

Hlaupársglens í Grunnskóla Reyðarfjarðar

Nemendur og starfslið gáfu hefðbundnu skólastarfi var frí sl. mánudag í tilefni af hlaupársdegi. Hér er verið að leggja á kökuhlaðborð sem nemendaráð skólans stóð fyrir.

Hlaupársglens í Grunnskóla Reyðarfjarðar
Guðrún Heba og Bjarney Linda. Ljósm. Kristborg Bóel Steindórsdóttir.

Auk þess að standa fyrir veglegu kökuhlaðborði, skipulagði ráðið ýmsar skemmtilegar uppákomur. Má þar nefna bingó, samskipti við vinabekki og leiki.

Hér að ofan má sjá nemendaráðsfulltrúana Guðrúnu Hebu og Bjarneyju Lindu undirbúa kökuhlaðborðið.

Frétta og viðburðayfirlit