mobile navigation trigger mobile search trigger

Innsævi: Myndlistarsýningin Splæsa // Splice

17.07.2020 - 15.08.2020

Klukkan 13:00 - 17:00

Þann 17. júlí kl 17:00 opnar myndlistarsýningin SPLÆSA í gömlu netagerðinni, strandgötu 1, Neskaupstað.

Innsævi: Myndlistarsýningin Splæsa // Splice

Samsýningin SPLÆSA í gömlu netagerðinni í Neskaupstað er óður til ýmissa gjörða sem tengjast hafinu, hvort sem um er að ræða líkamlega vinnu til verðmætasköpunar eða hugmyndum og innblæstri sem hafið veitir okkur í hversdagsleikanum. Á sýningunni eru valin eldri verk ásamt nýjum verkum þar sem listamenn bregðast við einkennandi rými gömlu netagerðarinnar og hugmyndafræðilegu samhengi hennar. Listamenn sem eiga verk á sýningunni eru Arnar Ásgeirson, Daníel Ágúst Ágústsson, Elísabet Brynhildardóttir, Erling T.V Klingenberg (í samstarfi við Aðalstein Stefánsson) og Hekla Dögg Jónsdóttir.

Sýningarstjóri: Selma Hreggviðsdóttir

Opið verður fyrir gesti frá fimmtudags til sunnudags, kl. 13:00-17:00 til 15. ágúst.

Hlökkum til að sjá ykkur í gömlu netagerðinni!

Þessi viðburður er partur af innsævi menningar- og listahátíð Fjarðabyggðar.

Frétta og viðburðayfirlit