mobile navigation trigger mobile search trigger
23.02.2024

Íþrótta- og tómstundanefnd Fjarðabyggðar auglýsir eftir umsóknum um íþróttastyrki 2024

Styrkir eru veittir íþróttafélögum samkvæmt reglum íþrótta- og tómstundanefndar sem hægt er að finna með því að smella hér. Umsóknarfrestur er til og með laugardagsins 23. mars. Sótt er um á heimasíðu Fjarðabyggðar í gegnum Íbúagátt. Nánari upplýsingar um íþróttastyrki veitir Magnús Árni Gunnarsson deildarstjóri íþróttamála, íþróttamannvirkja og skíðasvæðis magnus.arni@fjardabyggd.is eða í síma 470-9015.

Íþróttastyrkir eru greiddir út í maí mánuði eftir að viðkomandi félög hafa skilað inn ársreikningum, ársskýrslum og aðalfundargerð til Fjarðabyggðar.

Skilyrði fyrir því að Íþrótta- og tómstundafélög geti sótt um íþrótta-, tómstunda- og uppbyggingarstyrki er tenging þeirra við NORA/Sportabler-kerfið og heimild til að taka við frístundastyrk frá Fjarðabyggð. Öll íþróttafélög sem tilheyra sérsamböndum og íþróttanefndum Íþrótta- og ólympíusambands geta sótt um íþróttastyrk frá Fjarðabyggð, að því gefnu að viðkomandi félag hafi tengingu við NORA/Sportabler kerfið og óski eftir samstarfi við Fjarðabyggð.

Frétta og viðburðayfirlit