mobile navigation trigger mobile search trigger
12.11.2019

Jólamarkaður í Dalahöllinni

Hin árlegi jólamarkaður Dalahallarinnar á Norðfirði verður haldinn laugardaginn 16. nóvember frá kl. 12 - 17.  Að venju verður margt um að vera og um að gera að skella sér í Dalahöllina og taka þátt í gleðinni.

Jólamarkaður í Dalahöllinni

Eins og undanfarinn ár verður mikið af flottum sölubásum á svæðinu auk þess sem boðið verður upp á afbragðs skemmtiatriði s.s. kórsöng, harmónikkuleik og blásarasveit. 

Að venju verður veitaingasala á staðnum og notaleg kaffihúsa stemmning. 

Frétta og viðburðayfirlit