mobile navigation trigger mobile search trigger
10.02.2020

Kynningarfundur Æskulýðsvettvangsins

Mánudaginn 10. febrúar kl. 19:00 boðar Æskulýðsvettvangurinn til kynningarfundar um starfsemi sína. Fundurinn verður haldinn á bæjarskrifstofum Fjarðabyggðar, á 2. hæð í Molanum á Reyðarfirði.

Kynningarfundur Æskulýðsvettvangsins

Æskulýðsvettvangurinn er samstarfsvettvangur Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Ungmennafélags Íslands. Æskulýðsvettvangurinn vinnur að sameiginlegum hagsmunamálum barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi og stuðlar að heilbrigðum, uppbyggjandi og vönduðum aðstæðum í slíku starfi.

Æskulýðsvettvangurinn býður upp á margvíslega þjónustu fyrir þau félagasamtök sem saman mynda vettvanginn og aðildarfélög þeirra og býr yfir fjölmörgum verkfærum sem félögin njóta góðs af. Má þar til að mynda nefna viðbragðsáætlun þar sem finna má verkferla sem fylgja skal þegar upp koma atvik eða áföll sem kunna að hafa áhrif á starf félags, siðareglur sem fjalla meðal annars um samskipti, námskeið er snúa að því að stuðla að öryggi og vellíðan barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi og fagráð sem aðstoðar félögin við að leysa úr málum sem upp koma í starfinu.

Boðað er til kynningarfundar á starfsemi Æskulýðsvettvangsins þann 10. febrúar á í húsnæði bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar á 2. hæð í Molanum á Reyðarfirði. Fundurinn hefst kl. 19:00 og stendur til 20:00. Gestir fundarins verða Sema Erla Serdar, framkvæmdastýra Æskulýðsvettvangsins og Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands.

Frétta og viðburðayfirlit