mobile navigation trigger mobile search trigger
08.12.2021

Leikskólinn Lyngholt verður lokaður í fyrramálið, fimmtudaginn 9. desember

Staðfest COVID-19 smit er hjá starfsmanni leikskólans Lyngholts á Reyðarfirði. Aðgerðarstjórn Austurlands fundaði í dag og ráðlagði fræðsluyfirvöldum að hafa leikskólann Lyngholt lokaðan a.m.k. fram að hádegi á morgun meðan beðið er eftir niðurstöðum úr sýnatöku. Ekkert skólahald verður því í leikskólanum Lyngholti a.m.k. fyrir hádegi á morgun, fimmtudaginn 9. desember.

Leikskólinn Lyngholt verður lokaður í fyrramálið, fimmtudaginn 9. desember

Vakin er athygli á að sýnataka verður í boði á morgun, fimmtudaginn 9. desember á Heilsugæslustöðinni á Reyðarfirði milli kl. 09:00 og 10:30 og í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði milli kl. 11:00 og 13:00 og Nánari upplýsingar koma frá aðgerðarstjórn seinna í dag.

Þeir sem ætla að fara í sýnatöku þurfa að bóka tíma á Heilsuvera.is og velja þar bóka einkennasýnatöku, þar er spurt um einkenni og ef engin einkenni þá að haka við samkvæmt fyrirmælum rakningarteymis. Strikamerki er framvísað við komuna á sýnatökustað.

Nánari upplýsingar um skólahald í Lyngholti verða sendar út fyrir hádegi á morgun.

Frétta og viðburðayfirlit