mobile navigation trigger mobile search trigger
23.04.2021

Mælaborð fiskeldis

Mælaborð fiskeldis hefur verið birt á vef Matvælastofnunar. Í mælaborðinu eru birtar framleiðslutölur og rekstrarleyfi eldisfyrirtækja, ásamt staðsetningu eldissvæða og niðurstöðum eftirlits stofnunarinnar. Markmið birtingar er að auka gagnsæi fiskeldis og veita almenningi og hagsmunaaðilum hagnýtar upplýsingar um starfsemina.

Mælaborð fiskeldis

Mælaborðið var formlega opnað á dögunum af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hægt er að nálgast mælaborðið á vef Matís með því að smella hér.

Mælaborðið birtir lífmassa sjókvíaeldis, sláturtölur, afföll og fóðurnotkun á landsvísu frá 1. janúar 2020. Hægt er að skoða lífmassa í sjókvíaeldi, umfang rekstrarleyfa, áhættumat, burðarþol, afföll og fjölda laxalúsa eftir landshlutum og fjörðum. Ársframleiðsla eftir fisktegundum og landshluta er birt aftur til ársins 2004 fyrir land- og sjókvíaeldi.

Kortasjáin sýnir staðsetningar eldissvæða um landið og hvaða svæði eru í notkun eða í umsókn, ásamt þróun lífmassa, fjölda laxalúsa og afföll (%). Einnig er hægt að sjá uppruna og tegund þeirra fiska sem aldir eru á hverju svæði.

Eftirlitsskýrslur Matvælastofnunar vegna eftirlits með rekstri og búnaði fiskeldisstöðva eru birtar í mælaborðinu, ásamt rekstrarleyfum. Þar má einnig nálgast upplýsingar um stofnun fiskeldisstöðvar, lista yfir rekstraraðila í fiskeldi, ársskýrslur fisksjúkdóma og fundargerðir fisksjúkdómanefndar.

Frétta og viðburðayfirlit