Heilbrigðiseftirlit Austurlands tók sýni af neysluvatni á Stöðvarfirði í kjölfar mikilla rigninga undanfarið. Niðurstöður sýnatöku staðfesta að kólí og E.coli er í öllum sýnum . Nauðsynlegt er að sjóða allt vatn til neyslu. Óhætt er að nota vatnið til annarra þarfa s.s. til baða þar sem fjöldi gerlanna var innan þeirra marka, sem miðað er við að megi vera í baðvatni í náttúrunni.
Í samráði við Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur verið ákveðið að bíða með frekari sýnatökur þar til eftir helgi þar sem enn er von á mikilli rigningu. Búast má því við að mengun í neysluvatni á Stöðvarfirði verði viðvarandi næstu dag. Íbúar verða upplýstir um þróun mála eftir því sem fram vindur.
Leiðbeiningar um suðu á vatni: Suða neysluvatns leiðbeiningar.