mobile navigation trigger mobile search trigger
16.09.2021

Nemendur í Leikskólanum Lyngholti í sýnatöku

Vegna smita sem komið hafa upp í Lyngholti hefur verið ákveðið í samráði við rakningarteymi að öll börn í Lyngholti fari í sýnatöku í dag. Tölvupóstur þess efnis hefur verið sendur á alla foreldra með nánari leiðbeiningum.

Nemendur í Leikskólanum Lyngholti í sýnatöku

Allir nemendur í Lyngholti eru beðnir að mæta í einkennasýnitöku á Heilsugæsluna í dag fimmtudaginn 16.september , kl. 12 . Athugið að þetta er sérstakur tími fyrir nemendur Lyngholts. Áður en börnin koma þurfa forráðamenn að panta tíma fyrir þau í einkennasýnitöku á heilsuvera.is, til að fá strikamerki. Foreldrar skrá sig inn á sitt svæði á heilsuveru en breyta yfir á síðu barnsins efst í hægra horninu og panta tíma þar. Þetta er mjög mikilvægt. Þeir sem lenda í vandræðum með þetta þurfa að hringja í heilsugæsluna 470-1400

Frétta og viðburðayfirlit