mobile navigation trigger mobile search trigger
23.01.2015

Nýjung í íbúafundum

Íbúafundir Fjarðabyggðar til framtíðar fóru fram í fimm bæjarkjörnum nú í vikunni. Fundirnir voru með nokkuð breyttu sniði en venjan hefur verið fram að þessu.

Nýjung í íbúafundum
Frá íbúafundi Fjarðabyggðar til framtíðar á Eskifriði. Starfsmenn sveitarfélagsins gegndu hlutverki ritara á hugmyndaborðum.

Íbúafundir Fjarðabyggðar til framtíðar fóru fram í fimm bæjarkjörnum nú í vikunni. Fundirnir voru með nokkuð breyttu sniði en venjan hefur verið fram að þessu.

Fundarsókn var almennt góð. Framkvæmd fundanna var sú sama í öllum bæjarkjörnum og það nýttu sér talsvert margir íbúar, sem höfðu þá ekki komist á fundinn í sínum heimakjarna.

Íbúafundir Fjarðabyggðar til framtíðar voru að því leyti óvenjulegir, að þeir eru hluti af stóru ráðgjafaverkefni sem KPMG hefur verið fengið til að leiða varðandi rekstur sveitarfélagsins. Markmið fundanna var að leita eftir hugmyndum íbúa og skoðunum á útgjöldum sveitarfélagsins og möguleikum á aukinni hagræðingu.

Hugmyndavinna fór fram á sjö borðum sem skiptust í jafn marga málaflokka, en áður en sú vinna hófst kynnti Sævar Kristinsson, KPMG, núverandi stöðu ásamt niðurstöðum úr sviðsmyndagreiningu á Fjarðabyggð. Slíkri greiningu er ætlað að skilgreina þær ólíku aðstæður sem sveitarfélagið verður að vera í stakk búið til að takast á við til næstu ára og áratuga

Málaflokkarnir voru félags- og öldrunarmál, eigna-, skipulags- og umhverfismál, fræðslumál, menningarmál, íþrótta- og tómstundamál og stjórnsýsla. Auk þessara málaflokka var síðan eitt borð helgað öðrum málum sem fundarmenn vildu brydda upp á. Á fundartímanum gafst íbúum kostur á að taka þátt í vinnu á þremur borðum á fundartímanum.

Að sögn Sævars Kristinssonar skiluðu fundirnir sæg af hugmyndum og tillögum, sem unnið verður úr á næstu vikum. Farið verður yfir allt sem fram kom, sem lið í tillögugerð KPMG til bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og á þeirri vinnu að vera lokið síðari hluta marsmánaðar.

Fylgjast má með framvindu verkefnsins á íbúagátt verkefnisins á fjardabyggd.is/tilframtidar.

Frétta og viðburðayfirlit