mobile navigation trigger mobile search trigger
11.11.2020

Nýtt húsnæði leikskóladeildar Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla tekið í notkun

Í dag var gleðilegur dagur á leikskóladeild Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla á Breiðdalsvík þegar nýtt húsnæði Leikskólans var tekið í notkun. Starfsemin hefur nú fengið aðstöðu í nýuppgerðum stofum í húsnæði Grunnskóla Breiðdals- og Stöðvarfjarðar á Breiðdalsvík.

Nýtt húsnæði leikskóladeildar Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla tekið í notkun

Með flutningi leikskólans í nýtt húsnæði opnast fyrir fjölbreytt samstarf við aðra starfsemi í skólahúsnæðinu, m.a. bókasafnið, listgreinar og íþróttamiðstöðina. Í nýja húsnæðinu fer afar vel um bæði börn og starfsfólk og með þessu er því markmiði náð að sameina leik- og grunnskóla undir sama þaki á Breiðdalsvík. Um leið og unnið var að uppbyggingu innanhús var einnig ráðist í gerð leiksvæðis utandyra sem er afar glæsilegt.

Gert hafði verið ráð fyrir að taka húsnæðið í notkun með veglegri athöfn, en vegna þeirra takmarkana sem í gildi eru var því miður ekki hægt að gera það. Gert er ráð fyrir að áfanganum verði fagnað þegar betur stendur á, og verður þá íbúum Fjarðabyggðar boðið að koma og skoða hin nýju húsakyni. Börn og starfsfólk leikskólans gerði sér hins vegar glaðan dag í tilefni dagsins, og boðið var upp á kökur og kræsingar til að fagna áfanganum. Börnin nutu sín síðan vel á nýju og glæsilegu leiksvæði leikskólans eins og myndirnar í fréttinni bera með sér. Hægt er að skoða fleiri myndir inn á heimasíðu Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla www.bsskoli.is.

Fleiri myndir:
Nýtt húsnæði leikskóladeildar Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla tekið í notkun
Nýtt húsnæði leikskóladeildar Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla tekið í notkun

Frétta og viðburðayfirlit