mobile navigation trigger mobile search trigger
07.09.2023

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Austurlands

Hlutverk Uppbyggingarsjóðs er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni sem falla að Sóknaráætlun Austurlands. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarverkefna.

Uppbyggingarsjóður Austurlands er samkeppnissjóður og miðast styrkveitingar við árið 2024.

Umsóknarfrestur er til 16. október og lokar kl. 23:00.

Sæktu um hér. 

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Austurlands

Fáðu aðstoð við gerð umsókna

Vinnustofur þar sem umsækjendur geta fengið kynningu og leiðsögn varðandi umsóknarferlið verða sem hér segir:

Vinnustofur hefjast á kynningu á Uppbyggingarsjóði, úthlutunarreglum og vinnulagi við umsóknir. Eftir það veitir ráðgjafi viðtöl vegna einstakra umsókna og verkefnahugmynda. Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig á vinnustofurnar í síðasta lagi daginn áður en þær eru haldnar.

• 3.okt | Djúpivogur | Austurbrú | 13:00-15:00
• 4.okt | Stöðvarfjörður | Sköpunarmiðstöð | 13:00-15:00
• 6.okt | Vopnafjörður | Kaupvangur | 13:00-15:00
• 9.okt | Online | Zoom | 10:00-12:00
• 9.okt | Neskaupstaður | Múlinn | 13:30-15:30
• 9.okt | Reyðarfjörður | Austurbrú | 16:30-18:30
• 10. okt | Borgarfjörður | Fjarðarborg | 13:00-15:00
• 11.okt | Seyðisfjörður EN | Tækniminjasafn | 13:00-16:00
• 12.okt | Egilsstaðir | Vonarland | 13:00-15:00
• 12.okt | Egilsstaðir | Vonarland | 15:30-17:30

Skráning hér. 

Frétta og viðburðayfirlit