mobile navigation trigger mobile search trigger
17.08.2017

Opnun Norðfjarðarflugvallar

Sunnudaginn 20. ágúst nk. kl. 13:00 verður Norðfjarðarflugvöllur formlega opnaður eftir gagngerar endurbætur.

Opnun Norðfjarðarflugvallar
Búið er að gera miklar endurbætur á Norðfjarðarflugvelli

Framkvæmdir hafa staða yfir á vellinum undanfarna mánuði og er þeim nú lokið. Skipt hefur verið um burðarlag vallarins og bundið slitlag lagt á hann. Með þessum endurbótum  getur flugvöllurinn gengt hlutverki sjúkraflugvallar allt árið um kring og tryggir þannig ennfrekar öryggi íbúa á Austurlandi.

Jón Gunnarsson, samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra mun opna flugvöllinn ásamt heimamönnum. Ef veður leyfir verður sjúkraflugvél Mýflugs á staðnum og listflugvélar leika listir sínar. Veitingar verða í boði þeirra sem stóðu að verkefninu.

Nánari dagskrá má sjá hér

Frétta og viðburðayfirlit