mobile navigation trigger mobile search trigger
20.03.2020

Orðsending til íbúa á Austurlandi frá Lögreglunni á Austurlandi, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Félagsþjónustum Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar

Vegna COVID-19 faraldursins er mikilvægt að við, íbúar Austurlands, stöndum öll saman og hugum að velferð allra í okkar samfélagi. Lögregla, heilbrigðisyfirvöld og félagsþjónustur svæðisins þekkja vel til sinna skjólstæðinga og reyna að sinna öllum vel í því ástandi sem við tökumst nú á við. Til þess að fyrirbyggja að einhver sem er einangraður og/eða þarfnast þjónustu fari fram hjá okkur, biðlum við til almennings um að fylgjast með nágrönnum og ættingjum og láta vita ef grunur leikur á að einhver þurfi á stuðningi okkar að halda.  

Hafa má samband við Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs í síma 470-0700 eða Félagsþjónustu Fjarðabyggðar í síma 470-9000.  

Við erum öll almannavarnir.  

Orðsending til íbúa á Austurlandi

Frétta og viðburðayfirlit