mobile navigation trigger mobile search trigger
17.03.2020

Orðsending til viðskiptavina RARIK á Reyðarfirði

Orðsending til viðskiptavina RARIK á Reyðarfirði

Eins og greint hefur verið frá, keypti RARIK dreifiveituhluta Rafveitu Reyðarfjarðar og tók við rekstrinum þann 1. febrúar 2020.

Af óviðráðanlegum ástæðum hefur tekið lengri tíma en áætlað var að koma út fyrstu reikningum til viðskiptavina. Reikningar fyrir febrúar og mars verða sendir viðskiptavinum á allra næstu dögum og þá munu kröfur birtast í netbönkum viðskiptavina eða á greiðslukortum. Vakin er athygli á því að reikninga er hægt að skoða á „Mínar síður“ á www.rarik.is.

RARIK biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kanna að valda viðskiptavinum en þeim sem óska frekari upplýsinga er bent á að hafa samband við viðskiptaver RARIK í síma 528 9000 eða senda fyrirspurn á rarik@rarik.is.

Frétta og viðburðayfirlit