mobile navigation trigger mobile search trigger
12.11.2021

Pólskar kvikmyndir á Eskifirði

Í dag hefst í Fjarðabyggð pólska kvikmyndahátíðin Pólskar kvikmyndir á Eskifirði /Polskie filmy w Eskifjörður /Polish films in Eskifjörður og stendur hún frá föstudegi til sunnudags, 12. – 14. nóvember. Á dagskránni eru heimildamyndir, stuttmyndir og kvikmyndir í fullri lengd, bæði fyrir börn og fullorðna. Hver og einn ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Myndirnar verða sýndar með enskum texta og aðgangur er ókeypis. Sýningar fara fram í Valhöll á Eskifirði og þetta verður vonandi ekki í eina sinn sem hátíð af þessu tagi fer fram í Fjarðabyggð.

Pólskar kvikmyndir á Eskifirði

Verkefnastjóri hátíðarinnar er Olga Jabłońska sem er frá Póllandi. Hún á hugmyndina af verkefninu sem hún sendi inn á borð til menningarstofu sem ákvað í samstarfi með menningar- og nýsköpunarnefnd Fjarðabyggðar að vinna með Olgu og styrkja verkefnið.

Olga býr í Fjarðabyggð – núna á Fáskrúðsfirði en var áður á Eskifirði - en hún hefur verið að koma hér til lands um árabil og þá m.a. unnið að kvikmyndaverkefnum en hún er útskrifuð frá hinum virta pólska kvikmyndaskóla Łódź í kvikmyndaframleiðslu.

Linkar á kvikmyndir en opnunarmyndin er Wolka.

Wolka https://www.youtube.com/watch?v=77i38Z2yz60 

Seal Story https://www.youtube.com/watch?v=S_5hQlepmOk

Art of freedom https://www.youtube.com/watch?v=VApt0PrUVDg 

Tarapaty (kids) https://www.youtube.com/watch?v=4XBsHziEjsQ

Sweat https://www.youtube.com/watch?v=vUcbYj2tOZM

Rejs, https://www.youtube.com/watch?v=NasXQu3y2Z4

Það er enginn aðgangseyrir á þessar sýningar en frá og með 13. nóvember eru aðeins hægt að taka við 50 gestum á hverja mynd vegna gildandi sóttvarnartakmörkunum. Minnum á að það er grímuskylda.

Viðburðurinn á Facebook 

Frétta og viðburðayfirlit